Leitið og þér munuð finna

Tuesday, May 7, 2013

Barbie - kjúklingur


Uppáhaldsmatur heimasætunnar er Barbie-kjúklingur, fyrir utan Sushi en það gæti hún borðað í öll mál. 
Barbie-kjúklingur er semsagt marineraðir kjúklingajuðar með gráðaostasósu, agúrkum og svörtum ólífum.

Marinering:
3 msk. grísk jógúrt
1 tsk. karrý
1 tsk. cummin
1 msk. reykt paprika
2 tsk. turmerik 
salt og pipar
Allt sett í plastpoka og látið marinerast í 1-5 klst. 
Sett svo í ofn í ca. 40 mín. 

Gráðostasósa:
Sýrður rjómi ein dós
1 msk. Dijon-sinnep
1 tsk. timian
1 tsk. karrý
1 msk. ca. gráðostur
salt og pipar
blandað saman með töfrasprota.

Hún er mild og góð, mjög krakkavæn.  
Í bárujárnskofanum eru tveir meðlimir með mjólkuóþol en virðast báðir þola sýrðan rjóma og ost, ég nota alltaf 18%  - mér var einhverntíman sagt að það væri minni lactosa í eins og t.d. nýmjólk, rjóma, 18% sýrðum rjóma.

No comments:

Post a Comment