Leitið og þér munuð finna

Tuesday, May 28, 2013

"Nagla" Lasagna

Lasagna er einn af uppáhalds réttunum sem framkvæmdir eru í eldhúsinu í Bárujárnskofanum. 
En þegar ekkert er til í eldhúsinu þá eru góð ráð dýr. 
Svo við ákváðum að skella öllu sem til var í eitt gott Lasagna.

Lasagna:
500 gr. nautahakk
chilli
hvítlaukur
grilluð paprika (Jamie Oliver)
svartar ólífur
salt & pipar
Timian
Oregano
Graslaukur
Niðursoðnir tómatar ein dós

Allt látið malla saman á pönnu. 


Hvít sósa
1/2 peli rjómi
3 msk rjómaostur
1/2 piparostur
1 tsk. Arrow root

Allt brætt saman í potti. 

Zucchini (kúrbítur) - rifinn niður með ostaskera
Spínat.

Raðað í eldfast mót í þessari röð:
Kjötblanda
Zucchini
Hvítsósa
Spínat
Zucchini
Kjöt og hvítsósa blandað saman
Kokteiltómatar (sneiddir niður)
Ostur

Þetta sló alveg í gegn, ekkert síðra heldur en ekta ítalsk Lasagna 





No comments:

Post a Comment