Leitið og þér munuð finna

Monday, May 6, 2013

Prófatörn

Þegar eldabuskan er í prófum og hefur akkúrat engan tíma til að standa við eldavélina og galdra fram einhvern dýrindis mat, þá er fiskbúðin í Miðvangi í Hafnarfirði besti vinur manns. 

Fyrir valinu að þessu sinni var Langa í mexikósósu með eggaldin kássu og sætkartöflumús handa krökkunum. 

 Eggaldinn sett inní ofn á ca. 200°c í 40 mín.
 í matvinnsluvélina fara:
2 hvítlauksrif
klípa af Garamasala
klípa af karrý
klípa af múskat
1-2 cm engifer
olía 
1/2 lítill rauðlaukur

Vanalega set ég ekki rauðlauk enda finnst mér laukur ekki mjög góður en þetta var ágætt.

 og svo er kássan tilbúin.
Krakkarnir eru sólgnir í þennan fisk með músinni og borða jafnvel eggaldinskássuna.  
Við hinsvegar fengum okkur rucola í staðinn fyrir músina og var þetta einstaklega ljúffengt, fljótlegt og hollt. 

Það má búa til ídýfu úr kássunni með því að setja sýrðan rjóma eða 1.msk af rjómaost og borða með grænmeti eða hverju sem er! 

No comments:

Post a Comment