Leitið og þér munuð finna

Thursday, May 9, 2013

Súkkulaðikaka meistaranna

 Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá öllum fjöslkyldumeðlimum.  Hún er mjög einföld og tekur enga stunda að græja hana, svo er hún unaðslega góð með vanillurjóma. 
Kakan 
1 bolli möndlumjöl
1 tsk. vínsteinslyftiduft
1/4 tsk. salt
1. plata eða 100 gr. 70%-80%  súkkulaði
7 döðlur
1/2 bolli brædd kókosolía 
1.tsk vanilluduft 
2 egg 

Möndlumjöl, lyftidufti og salti blandað saman í matvinnsluvél 
Döðlum og súkkalaði blandað svo við.
Kókosolían og vanilluduft
svo síðast eggin. 

Hent inní ofn á 180°c í 20 mínútur

Ég er ein af þeim sem vil ekki gefa börnunum mínum sætuefni og nota því  frekar fyrir þau smá hunang eða döðlur, banana.  En það má alveg setja 1-2 msk stevia.  Hún er mjög sæt svona og með rjómanum er hún algjört æði. 

Ég kaupi alltaf rjóma frá Milda þar sem einn mjólkuróþols villingurinn þolir ekki íslenskan rjóma og set vanilluduft 1 tsk eða svo, hann verður ótrúlega sætur og góður.  Hægt er að kaupa líka vanillurjóma en það er viðbættur sykur í honum, en hinn er alveg jafngóður.

No comments:

Post a Comment