Leitið og þér munuð finna

Tuesday, May 28, 2013

"Nagla" Lasagna

Lasagna er einn af uppáhalds réttunum sem framkvæmdir eru í eldhúsinu í Bárujárnskofanum. 
En þegar ekkert er til í eldhúsinu þá eru góð ráð dýr. 
Svo við ákváðum að skella öllu sem til var í eitt gott Lasagna.

Lasagna:
500 gr. nautahakk
chilli
hvítlaukur
grilluð paprika (Jamie Oliver)
svartar ólífur
salt & pipar
Timian
Oregano
Graslaukur
Niðursoðnir tómatar ein dós

Allt látið malla saman á pönnu. 


Hvít sósa
1/2 peli rjómi
3 msk rjómaostur
1/2 piparostur
1 tsk. Arrow root

Allt brætt saman í potti. 

Zucchini (kúrbítur) - rifinn niður með ostaskera
Spínat.

Raðað í eldfast mót í þessari röð:
Kjötblanda
Zucchini
Hvítsósa
Spínat
Zucchini
Kjöt og hvítsósa blandað saman
Kokteiltómatar (sneiddir niður)
Ostur

Þetta sló alveg í gegn, ekkert síðra heldur en ekta ítalsk Lasagna 

Thursday, May 9, 2013

Súkkulaðikaka meistaranna

 Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá öllum fjöslkyldumeðlimum.  Hún er mjög einföld og tekur enga stunda að græja hana, svo er hún unaðslega góð með vanillurjóma. 
Kakan 
1 bolli möndlumjöl
1 tsk. vínsteinslyftiduft
1/4 tsk. salt
1. plata eða 100 gr. 70%-80%  súkkulaði
7 döðlur
1/2 bolli brædd kókosolía 
1.tsk vanilluduft 
2 egg 

Möndlumjöl, lyftidufti og salti blandað saman í matvinnsluvél 
Döðlum og súkkalaði blandað svo við.
Kókosolían og vanilluduft
svo síðast eggin. 

Hent inní ofn á 180°c í 20 mínútur

Ég er ein af þeim sem vil ekki gefa börnunum mínum sætuefni og nota því  frekar fyrir þau smá hunang eða döðlur, banana.  En það má alveg setja 1-2 msk stevia.  Hún er mjög sæt svona og með rjómanum er hún algjört æði. 

Ég kaupi alltaf rjóma frá Milda þar sem einn mjólkuróþols villingurinn þolir ekki íslenskan rjóma og set vanilluduft 1 tsk eða svo, hann verður ótrúlega sætur og góður.  Hægt er að kaupa líka vanillurjóma en það er viðbættur sykur í honum, en hinn er alveg jafngóður.

Wednesday, May 8, 2013

Gulrótarkaka húsfreyjunnar
 • 3 stórar rifnar gulrætur 
 • 1 bolli möndlumjöl (hakka sjálf möndlur með hýðinu)
 • 2 egg, hrærð 
 • ¼ bolli kókosolía, brædd
 • 1 msk. kanill
 • 1 tsk. vanillu duft
 • 1 tsk. múskat
 • ½ tsk. engifer
 • ¼ tsk. negull
 • ½ tsk. matarsodi
 • ½ tsk. vínsteinslyftiduft
 • klípa af salti
 • ¼ bolli brotnar valhnetur (má sleppa)
KREMIР
 • 1.5 ósaltar kasjú hnetur (ósaltaðar) - nota oftast möndlur og læt þær liggja í bleyti í smástund
 • 5 Coconut rjómi (notaði efsta lagið í kókosmjólkinni)
 • ⅓ bolli kókosmjólk 
 • 2 tsk. vanilla
 • ½ tsk. kanill
 • má setja sætuefni í kremið ef maður vill. 

LEIÐBEININGAR 
Hita ofninn í 180°c
Rífa niður gulræturnar
Allt hráefnið í skál og blanda saman
Setja blönduna í muffinsform -  ca. 10 muffins
Baka í 18-20 mín

Kremið 
Kasjú hneturnar í matvinnsluvél þangað til þær eru alveg maukaðar.
Kókoshnetu rjóminn
Þegar það hefur blandast vel er restin sett í.
Þegar þetta verður kremkennt er þetta tilbúið, gæti þurft að bæta salti við .
þegar kökurnar hafa kólnað er kremið sett á og pínu kanill yfir.


ef það er ekki til rjómi er hægt að búa til Kókoshnetusmjör, sem ég hef stundum notað í staðinn.

Tuesday, May 7, 2013

Barbie - kjúklingur


Uppáhaldsmatur heimasætunnar er Barbie-kjúklingur, fyrir utan Sushi en það gæti hún borðað í öll mál. 
Barbie-kjúklingur er semsagt marineraðir kjúklingajuðar með gráðaostasósu, agúrkum og svörtum ólífum.

Marinering:
3 msk. grísk jógúrt
1 tsk. karrý
1 tsk. cummin
1 msk. reykt paprika
2 tsk. turmerik 
salt og pipar
Allt sett í plastpoka og látið marinerast í 1-5 klst. 
Sett svo í ofn í ca. 40 mín. 

Gráðostasósa:
Sýrður rjómi ein dós
1 msk. Dijon-sinnep
1 tsk. timian
1 tsk. karrý
1 msk. ca. gráðostur
salt og pipar
blandað saman með töfrasprota.

Hún er mild og góð, mjög krakkavæn.  
Í bárujárnskofanum eru tveir meðlimir með mjólkuóþol en virðast báðir þola sýrðan rjóma og ost, ég nota alltaf 18%  - mér var einhverntíman sagt að það væri minni lactosa í eins og t.d. nýmjólk, rjóma, 18% sýrðum rjóma.

Monday, May 6, 2013

Prófatörn

Þegar eldabuskan er í prófum og hefur akkúrat engan tíma til að standa við eldavélina og galdra fram einhvern dýrindis mat, þá er fiskbúðin í Miðvangi í Hafnarfirði besti vinur manns. 

Fyrir valinu að þessu sinni var Langa í mexikósósu með eggaldin kássu og sætkartöflumús handa krökkunum. 

 Eggaldinn sett inní ofn á ca. 200°c í 40 mín.
 í matvinnsluvélina fara:
2 hvítlauksrif
klípa af Garamasala
klípa af karrý
klípa af múskat
1-2 cm engifer
olía 
1/2 lítill rauðlaukur

Vanalega set ég ekki rauðlauk enda finnst mér laukur ekki mjög góður en þetta var ágætt.

 og svo er kássan tilbúin.
Krakkarnir eru sólgnir í þennan fisk með músinni og borða jafnvel eggaldinskássuna.  
Við hinsvegar fengum okkur rucola í staðinn fyrir músina og var þetta einstaklega ljúffengt, fljótlegt og hollt. 

Það má búa til ídýfu úr kássunni með því að setja sýrðan rjóma eða 1.msk af rjómaost og borða með grænmeti eða hverju sem er!